Photo: aviophobia.net

Það er hægt að lækna flughræðslu

Höf: Geirþrúður Alfreðsdóttir

Flughræðsla er algeng fælni sem er því miður fyrir marga, mikið feimnismál að tala um.

Árið 1982 minnkuðu tekjur flugfélaga um 1.6 milljarð dollara* vegna flughræðslu. Það var vegna þess að fólk valdi annan ferðamáta en að fljúga eða einfaldlega hætti við ferðalagið vegna flughræðslu.

Talið er að meira en 17% fullorðinna séu flughræddir, en hvað er til ráða ?

Það er ýmislegt hægt að gera til að losna við eða draga úr flughræðslu. (sjá grein; Þegar háloftin heilla ekki hér á vefsíðunni ). Hægt er að leita til fagfólks til að fá aðstoð við að yfirstíga flughræðslu eða fara á námskeið fyrir flughrædda. Oftast er slökun einn hluti af því að losna við flughræðslu.

* Dean & Whitaker, 1982

Geirþrúður Alfreðsdóttir er flugstjóri